Custommade Flex

Custommade Flex

Custommade línan er framleidd í yfir 112 mismunandi tau- eða leðuráklæðum - og í ýmsum litum. Við erum fullviss um að þú finnir sófa sem fellur að þínum smekk.


Hrindir frá sér óhreinindum*

Tauáklæðin í Custommade línunni hrinda frá sér óhreinindum, svo sófarnir henta vel í daglega notkun. Þó svo að áklæðin hrindi frá sér óhreinindum, er ekki hægt að tryggja það að blettur myndist ef vökvi hellist niður, ef sófinn er þrifinn strax má koma í veg fyrir að blettur myndist.


*Ullaráklæði hrindir ekki frá óhreinindum þar sem ullin inniheldur lanolin ( ullarfitu )


Þannig viðheldur þú bakpúðunum

Öll bólstrun breytist við notkun. Snúðu púðunum við af og til og ekki sitja alltaf á sama stað í sófanum. Þannig endurheimtir og viðheldur sófinn laginu auðveldlega. Ef sófinn á að þola ágang, t.d. þungar manneskjur eða daglega notkun er nauðsynlegt að velja góða bólstrun með mikilli endingu, þá hentar kaldpressaður svampur vel. Ef þú hinsvegar kýst mýkri þægindi þá hentar kaldpressaður svampur með dúntrefjum, gott er að hrista eða banka púðana reglulega til, svo þeir endurheimti lögun sína. 
Custommade Flex sófann færð þú sniðinn að þinni ósk.
Þú getur valið um ótal tauáklæði eða gæðaleður í mörgum litum.
  • 50 mismunandi uppstillingar
  • 4 mismunandi bakpúðar (sem hver um sig gefur sófanum sitt einstaka útlit)
  • 6 mismunandi armar
  • 13 mismunandi fætur
  • 112 mismunandi áklæði
Sérhver pöntun er bindandi og því er ekki hægt að afpanta eftir að pöntun hefur verið gerð.

Custommade Flex