Sængur og koddar

    Í ILVA eru á boðstólum einstakar sængur og koddar sem geta bætt svefninn þinn. Vanti þig lausn á betri hitastjórn, meiri mýkt og þægindi, ert með ofnæmi eða vilt aðeins velja það besta fyrir barnið þitt þá eigum við réttu lausnina. Lestu leiðbeiningarnar hér að neðan og kynntu þér hvernig þú getur tryggt þér og þeim sem þér þykir vænst um betri nætursvefn. Sértu í vafa þá veitir starfsfólk í verslun okkar frekari upplýsingar.

    Af hverju er svefn mikilvægur?

    Með góðum nætursvefni viðhelst heilbrigði þitt. Fullorðin manneskja sefur uþb. sex til átta klukkustundir á sólarhring. Aðeins hluti þessa tíma er djúpsvefn, en hann er mikilvægastur fyrir líkams- og heilastarfsemi. Um hálfri stundu eftir að blundi er náð næst ástand djúpsvefns. Í því ástandi er hugurinn algjörlega tómur, sem er mjög mikilvægt fyrir heilann sem nær að endurmeta hugmyndir dagsins og geyma í minninu. 
    Einnig vinnur heilinn úr því áreiti sem hann verður fyrir á vökutímabili og á sama tíma skilst út vaxtarhormón sem myndar nýtt prótein til uppbyggingar á líkamsvefjum og vinnur gegn sliti. Það er því heilbrigð skynsemi í því að gera það sem maður getur til að ná sem bestum nætursvefni.

    Hversu vel einangrar sængin?

    Það er stundum sagt að þyngdin sé í fjöðrunum en einangrunin sé í dúnninum. Það er magn dúns í sænginni sem segir til um einangrunargildi, léttleika og þægindi. Því betri dúnn, því meiri loftun og þar með hærri bærnistuðull og betri einangrun. Til dæmis einangrar 450gr gæðadúnsæng svipað og sæng með 1000gr af fjöðrum. 

    Útskýring bærnistuðuls: Því hærri sem talan er, þess betri er einangrunareiginleikinn 
    Bærnistuðull 12 – er yfirleitt 100% dúnn 
    Bærnistuðull 10 – er yfirleitt minnst.90% dúnn 
    Bærnistuðull 8 – er yfirleitt minnst 60% dúnn 
    Bærnistuðull 6 – er yfirleitt minnst 15% dúnn 

    Sængur- og púðafyllingar frá náttúrunnar hendi veita yfirleitt bestu einangrunina og þegar þú kaupir sæng eða kodda í ILVA geturðu treyst að bæði gæði vörunnar eru í lagi svo og siðferði við framleiðslu hennar. Við nýtum einungis dún og fiður af slátruðum fuglum í okkar vörur.

    Koddar og sængur fyrir þann sem ýmist er of heitt eða of kalt

    Margir vakna upp á næturnar vegna þess að þeir ýmist svitna eða er alltof kalt – eða sitt á hvað. 

    TEMPRAKON dúnsæng úr hinu einstaka OUTLAST efni getur í flestum tilfellum leyst slík vandamál. 

    OUTLAST efnið er þróað í samvinnu við NASA. Það hefur einstaka eiginleika til að draga í sig varma, geyma hann og skila til baka þegar þörf krefur. Það þýðir að þegar hiti manneskjunnar eykst, dregur efnið í sig varmann og þegar hitinn lækkar á ný skilar það varmanum til baka. Efnið dregur einnig í sig raka og skilar út í andrúmsloftið. Þetta leiðir til minni hitasveiflna og tryggir betri nætursvefn.


    Sængur og koddar fyrir ofnæmissjúka

    Áður fyrr var því haldið fram að best væri að sofa með sængur úr gerviefnum, hefðu menn ofnæmi. Í dag er vitneskjan meiri. Það er er ekki dúnninn sem er óvinur ofnæmissjúkra heldur eru það rykmaurar. Allar sængur sem ILVA hefur á boðstólum eru í 100% rykmauraþéttu veri.
    Það er ekki auðvelt að komast hjá rykmaurum í híbýlum. En það er hægt að hindra viðgang þeirra með því að þvo sængur og kodda þrisvar til fjórum sinnum yfir árið. Lesið ykkur nánar til um góð ráð fyrir heilsusamlegt svefnherbergi. 
    Allar sængur og koddar með náttúrulegum fyllingum sem ILVA hefur á boðstólum má þvo við 60°C. Það er mjög mikilvægt þar sem rykmaurar drepast við hita yfir 55°C.


    Gott að vita um sængur- og koddaver

    Gæði fyllinga í sængum eða koddum eru mikilvæg fyrir svefngæði þín en skipta líka máli varðandi endingu vörunnar. Hið sama gildir um yfirver sænga og kodda. 
    Flest yfirver á markaðnum í dag eru úr 100% bómull. Bómull fæst í mörgum gæðaflokkum. Langþráða bómull (gæðabómull) er sterkt og lipurt efni á meðan stuttþráða bómull (bómull af meðalgæðum) veitir hrjúfari áferð og endist ekki eins lengi. Á mörgum bómullarverum eru auk þess merkingar eins og „Cambric“, „Super Cambric“ og „Batist“ sem segja til um hversu þykk bómullin er áður en ofið er úr henni. 

    9 góð ráð um meðhöndlun:

    1. Þegar þú ferð á fætur á morgnana er gott að leyfa raka að stíga upp úr sængurfatnaði áður en búið er um rúmið. 
    2. Viðrið sæng og kodda reglulega – forðist að ryksuga eða banka. 
    3. Þvoið sængina (eða tvo kodda saman) sér í þvottavél sem hefur afkastagetu á amk 5kg (helst 7kg). 
    4. Þurfirðu að þvo bletti úr sæng eða kodda er best að gera það með rökum svampi sem hefur hrjúft yfirborð. 
    5. Notið þvottaefni sem sérstaklega er ætlað til þvotta á vörum úr dúni, t.d. dúnþvottaefni frá Quilts of Denmark sem er sérþróuð vara og viðurkennd af dönsku astma- og ofnæmissamtökunum. Notið aldrei þvottaefni sem innihalda ensím. 
    6. Stillið þvottavél á viðkvæmt prógramm við 60°C eða samsvarandi prógramm með háu vatnsborði og hægri veltu. 
    7. Vindið sængina/koddana sem varlegast að þvotti loknum, veljið sem hægasta vindingu. 
    8. Þurrka þarf sængina/koddana í þurrkara. Hitinn ætti að vera ca.60-80°C. Gott er að setja einn til tvo tennisbolta með inn í þurrkarann. Boltarnir gera það að verkum að meiri fylling næst í sængina/koddana og flýtir fyrir þurrkun. 
    9. Þurrktíminn ætti að vera að lágmarki 3-5 tímar eftir gerð þurrkara. Mikilvægast er að sængin (koddarnir) sé algjörlega þurr þegar hún er tekin út úr þurrkaranum, ef einhver raki leynist í fínasta dúninum í sænginni er hætta á að viðloðun fari úr skorðum og dúnninn klumpist. 

    AUKARÁÐ: Þú getur vigtað sængina/koddana áður en sett er í þvottavél og vigtað svo aftur að þurrktíma loknum. Þyngdin ætti að vera sú sama eftir þvott og þurrkun eða minni. Sé þyngdin meiri þarf að þurrka lengur, annars er hætta á að eyðileggja fyllingu sængurinnar/koddanna.


    Merki og staðlar

    Á ILVA koddum og sængum fylgir gjarnan röð merkja og staðla sem vitna um gæði vörunnar og hvernig að framleiðslu hennar var staðið.

    Quilts of Denmark
    Birgir ILVA fyrir sængur og kodda með dún- og fiðurfyllingum er „Quilts of Denmark“. Það fyrirtæki er meðlimur í Evrópsku dún og fiður samtökunum EDFA. Samtökin sjá um útgáfu á reglum og stöðlum sem tryggja að staðið er við gæðaloforð.

    ØKO-TEX staðall 100
    Allar ILVA sængur og koddar með náttúrufyllingu er vottaðar eftir ØKO-TEX staðli 100, sem beinist gegn notkun á skaðlegum efnum.

    Astma- og ofnæmissamtökin 
    Meirihluti af vali á dúnsængum og koddum í vöruframboð okkar er unninn í samstarfi við dönsku astma- og ofnæmissamtökin sem leggja fram lista skilyrða til að lágmarka hættu á ofnæmi.

    NOMITE
    Þetta merki er vottun fyrir neytendur um að varan er einnig ætluð þeim sem þjást af rykofnæmi. Allar ILVA sængur og koddar með náttúrufyllingu eru með NOMITE merkinu.

    Góð ráð fyrir heilsusamlegt svefnherbergi
    Þú eyðir þriðjungi ævi þinnar í svefnherberginu. Þessvegna er mikilvægt að huga að því að þar sé heilbrigt umhverfi.

    10 góð ráð til heilsusamlegra svefnherbergis:

    1. Innréttu herbergið þannig að auðvelt sé að þrífa það. Forðist efni sem draga í sig mikið ryk eins og t.d. þykkar gardínur, mottur, veggfóður o.þ.h.
    2. Ekki yfirhlaða svefnherbergið húsgögnum.
    3. Veljið rúm þar sem loftar undir dýnuna og sem auðvelt er að þrífa undir.
    4. Þvo ætti rúmfatnað, sængur og kodda við minnst 55°C. Rykmaurar drepast við hita hærri en 55°C.
    5. Mælt er með að þeir sem viðkvæmir eru fyrir ryki og rykmaurum þvoi sængur sínar og kodda þrisvar til fjórum sinnum yfir árið. Yfirdýnu ætti að þvo a.m.k.annan hvern mánuð.
    6. Stillið hitastig herbergisins á milli 18-23°C 
    7. Loftið út minnst tvisvar til þrisvar á dag í u.þ.b. 15 mínútur.
    8. Takið vel til og þrífið vikulega.
    9. Reykið aldrei í svefnherberginu.
    10. Hindrið aðgang gæludýra að svefnherberginu.