Meðferð persónuupplýsinga

Það er mikilvægt að þú finnir fyrir öryggi í viðskiptum í vefverslun okkar. ILVA rekur gagnakerfi sitt sjálfstætt og ber ábyrgð á efni og gögnum á heimasíðu sinni.

Við fylgjum lögum og reglugerðum hvað varðar meðferð persónuupplýsinga. Við eyðum ekki upplýsingum um vörukaup þín fyrr en ábyrgðarfrestur hefur runnið út.

Þegar greiðsla fer fram í gegn um heimasíðu okkar eru greiðsluupplýsingar skráðar á öruggu vefsvæði sem tryggir að greiðsluupplýsingar þínar verða óaðgengilegar fyrir óviðkomandi.

IP tala þín er skráð við greiðslu pöntunar. Þær upplýsingar ásamt persónuupplýsingum og upplýsingum um vörukaup gætu verið notaðar í tengslum við lögreglurannsókn vakni grunur um sviksemi eða misnotkun greiðslukorta.

Hvaða upplýsingar geymir ILVA? 

A) Upplýsingar tengdar vörukaupum:

Þegar vörukaup eru gerð á vefverslun ILVA ertu beðin(n) um upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang og heimilisfang afgreiðslu.

Við geymum allar þessar upplýsingar á gagnasvæði okkar sem er vel varið með eldveggjum. Upplýsingarnar eru eingöngu aðgengilegar ILVA og samþykktum samstarfsaðilum okkar. Þessar upplýsingar notum við einungis til að geta afgreitt pöntun þína og til þess að geta sinnt þeim málum sem upp kunna að koma varðandi hana.

Þú getur hvenær sem er uppfært skráningu þína og valið að hafna skráningu persónuupplýsinga líkt og kveðið er á um í lögum um meðferð persónuupplýsinga.

Við notum netfang þitt eingöngu í tengslum við afgreiðslu pöntunar þinnar. Óskir þú hins vegar eftir því að fá fréttabréf okkar sent þá þarft þú að staðfesta beiðni um það.

Við þurfum ekki símanúmerið þitt, en það er betra að hafa það ef hringja þarf í þig vegna vandamála sem kunna að koma upp við afgreiðslu.

ILVA skuldbindur sig til að afhenda ekki, selja eða gera upplýsingar sem þú lætur af hendi vegna viðskipta okkar aðgengilegar til þriðja aðila.


B) Upplýsingar vegna áskriftar að fréttabréfi / markaðstengdu efni:

ILVA leggur sig fram við að fylgja gildandi lögum og reglum um markaðssetningu. Þess vegna sendum við fréttabréf okkar einungis til þeirra sem hafa skráð sig á póstlista okkar. Ef þú færð fréttabréfið og hefur ekki samþykkt skráningu á póstlistann gæti skýringin verið sú að manneskja þér tengd hafi áframsent fréttabréfið til þín.

Viljir þú fá fréttabréf okkar sent þá biðjum við þig um nafn, póstnúmer, kyn og fæðingarár við skráningu. Þessar upplýsingar hjálpa til við að þróa markaðssetningu okkar, þér til hagsbóta.

Upplýsingar sem þú gefur okkur geymum við í gagnagrunni á vörðum netþjóni. Eingöngu ábyrgðarmenn vefverslunar ILVA, ásamt ábyrgum samstarfsaðilum, hafa aðgang að upplýsingum þínum.

Við ábyrgjumst að við munum ekki afhenda eða selja netfang þitt til annarra aðila.
Þú hefur möguleika á að afþakka fréttabréf okkar með því að fara á vefslóð neðst í tölvupóstinum sem fréttabréfið var sent með.


C) Upplýsingar sem safnast að sjálfu sér:

Við viljum bjóða upp á notendavæna heimasíðu með upplýsingum sem gagnast þér sem best. Þess vegna notum við tækni sem getur safnað saman, flokkað og unnið úr hvernig heimasíðan okkar er notuð.

Til að safna þessum upplýsingum saman notum við vefkökur eða „cookies“. Vefkaka er lítil textaskrá sem er geymd í tölvunni þinni. Þetta þýðir í raun að heimasíðan okkar „man“ eftir þér næst þegar þú heimsækir hana og við getum unnið tölfræðilegar upplýsingar um hvernig þú og aðrir sem hana heimsækja nota heimasíðuna.

Við notumst við vefkökur Google Analytics. Þær hjálpa okkur við að finna út hvaða hluta af heimasíðunni þú skoðar þegar þú ferð inn á www.ilva.is.

Upplýsingar um viðskiptavini okkar eru okkur mikilvægar og við munum hvorki selja né afhenda upplýsingarnar til annarra.

Allar upplýsingar um þig eru trúnaðarmál milli okkar.

Póstur frá þér til okkar fer ekki áfram, nema þú óskir eftir að hann sé áframsendur til viðkomandi aðila.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er um að gera að senda okkur póst á ilva@ilva.is.

 

 

PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING ILVA EHF.

1.Almennt
ILVA ehf. (hér eftir „ILVA“, „fyrirtækið“, „við“, „okkar“), er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Í þessari tilkynningu má sjá hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið safnar um einstaklinga vegna starfsemi sinnar og í hvaða tilgangi. Þá má hér finna upplýsingar um aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað við geymum þær lengi. Auk þess má hér finna upplýsingar um á hvaða grundvelli ILVA safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

2.Um hverja safnar ILVA persónuupplýsingum?
Í starfsemi ILVA er nauðsynlegt að safna og vinna með persónuupplýsingar um mismunandi hópa einstaklinga. Þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið hefur undir höndum geta verið um starfsmenn þess, viðsemjendur, viðskiptavini, þá sem skrá sig á póstlista og aðra þriðju aðila sem nauðsynlegt er að eiga samskipti við. 

3.Hvaða persónuupplýsingum safnar ILVA um þig?
ILVA safnar ólíkum persónuupplýsingum um mismunandi hópa einstaklinga eftir því hvaða starfsemi fyrirtækisins er um að ræða. Undir öllum kringumstæðum leitast ILVA við að safna einungis þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar.

ILVA safnar nauðsynlegum upplýsingum um starfsfólk, svo sem upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, samskipti, viðveru, laun og fleira. Einnig þarf fyrirtækið að halda til haga nauðsynlegum tengiliðaupplýsingum, svo sem nafni og netfangi, um starfsmenn viðskiptavina og aðra þriðju aðila. Að auki safnar ILVA nauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini þegar við á, til dæmis nafni, kennitölu, netfangi, símanúeri, heimilisfangi og upplýsingum um efni pöntunar. Þá safnar ILVA upplýsingum um netföng þeirra sem skrá sig á póstlista. Að auki safnar ILVA myndefni úr eftirlitsmyndavélum þar sem finna má persónuupplýsingar.

4.Af hverju safnar ILVA persónuupplýsingum um þig?
Tilgangurinn með söfnun upplýsinganna er að:
●Geta efnt samningsskyldu, til dæmis við starfsmenn og viðskiptavini.
●Gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins, svo sem með rafrænu eftirliti
●Gæta að lögmætum hagsmunum annarra.
●Uppfylla lagaskyldu.
●Kynna ýmislegt sem tengist starfsemi fyrirtækisins, þ.e. þeim aðilum sem skrá sig á póstlista.

5.Á hvaða lagagrundvelli vinnur ILVA persónuupplýsingar um þig?
ILVA safnar og vinnur persónuupplýsingar á eftirfarandi lagagrundvelli:
●Samþykki þínu.
●Til að uppfylla samningsskyldu.
●Til að uppfylla lagaskyldu.
●Til að gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins.
●Til að gæta að lögmætum hagsmunum annarra.

6.Hve lengi geymir ILVA persónuupplýsingar um þig?
ILVA geymir persónuupplýsingar einungis í þann tíma sem nauðsynlegt er fyrir fyrirtækið að hafa þær undir höndum. Þegar ekki er þörf fyrir að hafa persónuupplýsingar undir höndum lengur eyðir fyrirtækið þeim með öruggum hætti.

7.Frá hverjum safnar ILVA upplýsingum um þig?
ILVA safnar persónuupplýsingum frá þér beint. Ef safnað er persónuupplýsingum frá þriðja aðila mun ILVA eftir fremsta megni leitast við að upplýsa viðkomandi einstakling um það.

8.Hvenær miðlar ILVA þínum persónuupplýsingum til þriðju aðila og af hverju?
ILVA miðlar persónuupplýsingum til þriðju aðila sem ráðnir eru af fyrirtækinu til að vinna fyrir fram ákveðna vinnu, svo sem þjónustuveitenda, umboðsmanna eða verktaka. Í þeim tilfellum gerir fyrirtækið vinnslusamning við viðkomandi aðila. Slíkur samningur kveður meðal annars á um skyldu hans til að fylgja fyrirmælum ILVA um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga og er honum óheimilt að nota þær í öðrum tilgangi. Jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi upplýsinganna með viðeigandi hætti.

9.Flutningur persónuupplýsinga út fyrir Evrópska efnahagssvæðið
ILVA er kunnugt um að ströng skilyrði gilda um flutning persónuupplýsinga til ríkja sem staðsett eru utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið gerir það ekki undir neinum kringumstæðum nema fullnægjandi heimild standi til þess samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

10.Réttindi þín
Hafir þú veitt samþykki þitt fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga átt þú rétt samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga nr. 90/2018 að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fór áður en samþykki var afturkallað. Þá nýtur þú einnig annarra réttinda, svo sem réttar til aðgangs að þínum gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum um þig verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þig og réttar til að flytja eigin gögn. Hafa skal í huga að réttindi þín eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.

11.Öryggi persónuupplýsinga
ILVA hefur gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Felur það meðal annars í sér að aðeins þeir starfsmenn hafa aðgang að persónuupplýsingum sem þess þurfa starfs síns vegna. Auk þess stuðlar fyrirtækið að því að starfsmenn fái reglulega viðeigandi fræðslu og þjálfun um öryggismál.

12.Samskiptaupplýsingar ILVA
Nafn: ILVA ehf.
Heimilisfang: Kauptún 1, 210 Garðabær
Netfang: ilva@ilva.is.

13.Frekari upplýsingar og persónuverndarfulltrúi
Ef þú hefur frekari spurningar um hvernig ILVA meðhöndlar þínar persónuupplýsingar, þá eru þetta samskiptaupplýsingarnar hjá persónuverndarfulltrúanum okkar:
Nafn: Dattaca Labs ehf.
Heimilisfang: Grandagarði 16, 101 Reykjavík
Netfang: dpo@dattacalabs.com

14.Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Dragir þú í efa að ILVA meðhöndli persónuupplýsingar þínar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hefur þú rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is).

Sjá einnig kaupskilmála fyrir vefverslun.