Verslað á netinu

Velkomin
Vefverslun ILVA er opin allan sólahringinn. Í vefverslun okkar getur þú skoðað vöruúrval okkar í ró og næði heima hjá þér og klárað kaupin þegar þér hentar. Þú getur sótt pöntunina í Vöruafgreiðslu ILVA á Korputorgi eða Kauptúni, eða fengið pöntunina senda heim, hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.
Í vefverslun ILVA finnur þú allt til að fullkomna heimilið. Hvort sem þú leitar að smáum eða stórum hlutum fyrir öll herbergi heimilisins, þá finnur þú lausnina hjá okkur, þegar þér hentar.

Að panta vöru
Svona velur þú vöru í innkaupakörfuna:
Þegar þú pantar vöru á heimasíðunni, setur þú hana í innkaupakörfu með því að smella á hnappinn með mynd af körfunni „Bæta við í körfu“.
Athugið að ekki eru allar vörur fáanlegar í gegnum vefverslun. Í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að setja vöru í körfu er varan sérstaklega merkt „Hafið samband við verslun“.
Til að skoða í innkaupakörfuna getur þú smellt á myndina af körfunni efst í hægra horni síðunnar „Innkaupakarfan þín“. Hér getur þú skoðað þær vörur sem þú hefur valið í körfuna og heildarverð hennar.
Smelltu á „Klára pöntun“ til að fara skrefi lengra með pöntunina.

1. Viðtakandi:
Fylla þarf út upplýsingar um hver kaupandinn er.
Þegar þú hefur lokið því smellir þú á hnappinn „Áfram“

   2. Afhendingarmáti:

Ef greiðandi er annar en viðtakandi þarf að haka við þar sem stendur „Greiðandi er annar er viðtakandi“. Hér þarft þú líka að velja afhendingarmáta, hvort varan á að sendast eða sótt í verslun. Þegar allar upplýsingar eru komnar réttar, smellir þú á hnappinn „Áfram“

3. Greiðslumáti

VALITOR:

Þú þarft að fylla út kortanúmerið þitt, gildistíma og öryggisnúmer. Þegar allar upplýsingarnar eru á sínum stað, skaltu smella á „Greiða“. Þegar búið er að staðfesta pöntunina smellir þú á „Kvittun“ og þá ættir þú að sjá kvittunina.
Athugaðu að pöntun þín kemur ekki inná þjónustuborð til okkar fyrr en daginn eftir að þú pantar.

NETGÍRÓ:
Ef þú vilt greiða með Netgíró, smellir þú á „Netgíró" í stað „Greiða."


  4. Greiðslukvittun:
Vefpöntunin er nú staðfest og kvittun á leiðinni til þín á netfangið þitt. Þjónustufulltrúar okkar munu senda þér SMS þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar, eða með frekari upplýsingum varðandi pöntunina og afgreiðslu hennar.


   Greiðsla

Greiðslumöguleikar eru eftirfarandi:
Netgíró
Visa
Mastercard
Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Ekki er hægt að nota viðskiptakort eða gjafakort til að greiða fyrir vöru á netinu.


Afgreiðsla á litlum pökkum:
Allar vefpantanir, sem sendast með póstinum, verða sendar innan 2 virkra daga frá kaupum.

Þú getur hringt í síma 522 4500 og kannað hvar sendingin er niðurkomin.
Upplýsingar eru veittar á þjónustuborði mánudaga til föstudaga frá kl. 12 - 18

Athugið hvenær póstafgreiðslan er opin í þínu bæjarfélagi.

Afgreiðsla á húsgögnum:

Heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu eru alla daga vikunnar nema sunnudaga, milli kl. 17 - 20
Ath. Aðeins einn maður á bíl. Hægt er að panta auka mann gegn auka gjaldi.

Skila og skiptaréttur:
  • 30 daga skila- /skiptiréttur er frá kaupdegi.
  • Gegn framvísun kvittunar eða gjafamiða getur þú skipti í aðra vörur eða fengið inneignarnótu.
  • Til þess að fá vöruna endurgreidda í formi inneignar þarf hún að vera ónotuð, óskemmd og í heilum umbúðum.
  • Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilur ILVA sér sér rétt til að hafna vöruskilum.
Sérpantanir:
  • ILVA áskilur sér rétt til að óska eftir greiðslu 20% staðfestingargjalds vegna sérpantana.
  • Staðfestingargjald er ekki endurgreitt ef hætt er við eftir pöntunardag
Eftirfarandi fellur ekki undir skilarétt
Sérpantanir
Samsett vara
Vara sem er seld í því ástandi sem hún er, t.d. sýningarvara
Vara sem er tekin sundur að ósk viðskiptavinar fyrir heimsendingu, t.d. sófar
Vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði eins og t.d. á útsölu, rýmingarsölu eða lagersölu
Vörur með gjafamiða
Endurgreitt er í formi inneignar á því verði sem var á vörunni samkvæmt dagsetningu á gjafamiða
Silence dýnur
30 daga skila- og skiptaréttur
15.000 kr skiptigjald
Viðskiptavinur fær 90% af andvirði dýnunnar endurgreiddar ef um skil er að ræða. Komi upp ágreiningur um skil skal ávallt kalla á verslunarstjóra!

Þegar við höfum tekið við vörunni á lager og gengið úr skugga um að hún sé í góðu ásigkomulagi, endurgreiðum við inná reikning þinn innan fárra daga.
Athugið! Allur kostnaður sem verður við skil vörunnar greiðist af viðskiptavininum.

Ef eitthvað fer úrskeiðis...
ILVA selur mikið af húsgögnum og þó gæðaeftirlit sé mikið, geta því miður komið upp minniháttar vandamál.
Ef þú hefur verið svo óheppinn að upp komi gæðavandamál, vinsamlegast hafið samband eins fljótt og auðið er við þjónustuborð okkar.

Hægt er að hafa samband í netfangið ilva@ilva.is með þínum upplýsingum, pöntunarnúmer eða kassakvittunarnúmer.


   Algengar spurningar

Hvernig get ég haft samband við vefverslun ILVA?
Þú getur haft samband við vefverslun ILVA:
Mánudaga – föstudaga frá kl. 11:00 – 18:00, í síma 522-4502 eða senda á netfangið ilva@ilva.is

   Ég var ekki heima þegar ILVA bíllinn kom með vörurnar mínar, hvað geri ég?


Hafðu samband við vefverslun okkar í síma 522-4500 eða senda á netfangið ilva@ilva.is. Með því að koma á annarri heimkeyrslu þurfum við að innheimta nýtt flutningsgjald.

Ég hef fundið galla á vörunni eftir að hún er komin heim í hús, hvað geri ég?
Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í gegnum netfangið ilva@ilva.is Vinsamlegast sendu með pöntunarnúmer.

Hvernig fæ ég vörurnar mínar afgreiddar?

Allir litlir pakkar eru sendir með Íslandspósti innan 5 virkra daga frá kaupum. Stærri húsgögn eru send með viðurkenndum flutningsaðila, sem afhendir á vissum tímum innanbæjar alla daga vikunnar nema sunnudaga. Vörur sem fara út á landsbyggðina eru sendar frá okkur til flutningsaðila innan 5 virkra daga frá kaupum.
Pantanir sem á að sækja til okkar má nálgast næsta dag á lagernum okkar að Korputorgi. Afgreiðslan er opin alla virka daga vikunnar frá kl. 12-18 Ef vakna einhverjar spurningar endilega sendu okkur línu á ilva@ilva.is

Ég vil gjarnan ógilda vefpöntunina?

Ef þú vilt ógilda pöntun þarf að hafa samband við vefverslunina eins fljótt og auðið er í síma 522-4500 eða í gegnum netfangið ilva@ilva.is.

Hver er opnunartími vefversluninnar?

Vefverslunin er opin allan sólarhringinn. Þó er öll þjónusta við vefverslunina aðeins opin:
mánudaga - föstudaga kl. 10:00 – 18:00.
 

Fast gjald í sendingar með Póstinum

 ILVA í samstarfi við Póstinn ætlar að bjóða fast gjald í sendingar einungis í gegnum vefverslun. Fast gjald í sendingar með Póstinum eiga ekki við ef verslað er í verslun eða í gegnum síma/tölvupóst.
  Vörur eru flokkaðar í fjórar stærðir (S, M, L, XL) og miðast sendingarverð með póstinum við þær óháð magni í pöntun. Verðin eru 1.500 og að hámarki 15.000 og er það stærsta varan í körfunni sem ákvarðar fast verð á sendingu. Við sendum alltaf á næsta pósthús við viðtakanda. 


   Þarf ég að borga flutningskostnaðinn af vörunni ef ég þarf að skila henni?


Já, þú þarft að borga flutningskostnaðinn þegar þú endursendir vöruna. Þér er einnig velkomið að koma með vöruna til okkar.

   Ef ég er með aðra spurningu en er listuð hér?


Ef þú ert með aðra spurningu heldur en er hér að ofan, er þér velkomið að hafa samband í síma 522-4500 eða í gegnum netfangið ilva@ilva.is.

   Last/Lof

Hefur þú tillögu um hvernig vefverslun ILVA gæti orðið ennþá betri? Ef svo er þá viljum gjarnan fá að heyra frá þér. Sendu okkur þína ábendingu á netfangið ilva@ilva.is. Öll innlegg eru nafnlaus og verða ekki notuð í öðrum tilgangi en til að bæta verslun okkar.
Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina.