Ilva er dönsk húgagnaverslun sem var opnuð á Íslandi árið 2008. Þrjár ILVA verslanir eru á Íslandi, verslunin á Akureyri opnaði í júní 2020 og er hin glæsilegasta. Sú verslun er staðsett á Norðurtorgi og er hún innréttuð samkvæmt nýjustu straumum og stefnum frá Danmörku. Í mars 2022 flutti ILVA verslunin frá Korputorgi yfir í Kauptún 1. Sú staðsetning var á teikniborðinu lengi og er útkoman framar björtustu vonum. Verslunin er stórglæsileg, nútímaleg, björt og falleg. Vöruvalið er eins og viðskiptavinurinn á að venjast í Ilva, fallegt úrval af vandaðri danskri hönnun í bland við sérvalda gjafavöru. Nýjasta verslunin er á Selfossi og hún opnaði í nóvember 2022.

Í ILVA er mikil áhersla á teymisvinnu og við leggjum okkur fram við að veita öllum starfsmönnum öryggi og ábyrgð í starfi. Það er pláss til að vaxa og dafna á faglegum vettvangi. Við virðum hvert annað og tökum öll ábyrgð á velgengni í starfi. 

Gildi ILVA byggjast á kaupmennsku, samvinnu og sýna góðan fyrirtækjabrag. Með þau gildi erum við vel í stakk búin til að takast á við verkefni og áskoranir sem við verðum að leysa saman í daglegu lífi.

ILVA ehf.
Kt:690208-0240
Kauptún 1
210 Garðabær
Sími: 522-4500
Netfang: ilva@ilva.is
VSK númer: 97302