Jafnlaunastefna

Tryggja skal öllu starfsfólki ILVA þau réttindi varðandi launajafnrétti sem fram koma í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Störf skulu miðast við þær kröfur sem þau gera og laun skulu ákvörðuð óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga og tryggi að sömu laun og sömu kjör séu fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Tryggja skal að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli mismunandi kjarasamninga né kyns.


Til þess að fylgja jafnlaunastefnu eftir skuldbindur ILVA sig til að:

  • Skjalfesta jafnlaunastjórnunarkerfi og viðhalda með eftirliti og stöðugum umbótum ásamt því að stuðla að forvörum.
  • Viðhalda skal jafnlaunastaðfestingu í samræmi við gildandi lagareglur á hverjum tíma og bregðast við frábrigðum og athugasemdum þegar þau koma upp.
  • Flokka störf út frá þeim kröfum sem þau gera og framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Kynna fyrir starfsfólki niðurstöður árlegrar launagreiningar sem er til úttektar nema persónuverndarhagsmunir mæli gegn því.
  • Framkvæma samantekt æðsta stjórnanda um niðurstöður gagna skv. 1.–5. töluliðar reglugerðar nr. 303/2021.
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega.
  • Kynna jafnlaunastefnu árlega fyrir starfsfólki og skal hún vera aðgengileg á ytri vef.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna. Æðsti stjórnandi ber ábyrgð á innleiðingu og virkni jafnlaunakerfis og skal hann leggja mat á uppsetningu, virkni, viðhald og eftirfylgni við stöðugar úrbætur jafnlaunakerfisins og meta og greina niðurstöður eftir því sem tilefni er til. Skal starfsfólk leita til mannauðsstjóra með athugasemdir eða fyrirspurnir.


Útgáfa 1.0 gefin út 19. ágúst 2022