Almennt

  Híbýli okkar og húsgögn eru stór hluti tilveru okkar og mikilvægt er að hugsa vel um húsgögnin. Þar kemur þú til sögunnar! Allir hlutir sem við notum slitna með tímanum, en með góðri meðhöndlun má lengja líftímann nokkuð. Í valmyndinni til hægri finnurðu leiðbeiningar um umhirðu algengustu efna. Ef þú finnur ekki leiðbeiningar í listanum sem eiga við þitt húsgagn þá skaltu hafa samband við starfsfólk ILVA áður en hafist er handa við hreinsun eða viðhald.

  Engar tvær fjölskyldur nýta húsgögn á sama hátt og þú skalt veita því athygli hvernig farið er með húsgögnin þín. Sé heimilið mannmargt, börn á heimilinu eða gæludýr má búast við að áklæði, lakk og yfirborð slitni hraðar en á heimili þar sem fáir búa og fólk er lítið heima.

  Sólarljós hefur alltaf áhrif á húsgögn og jafnvel litekta áklæði getur fölnað af miklu sólarljósi. Þessvegna er gott að skýla húsgögnum s.s. viðar-, tau- og leðurhúsgögnum eins vel og hægt er fyrir beinu sólarljósi. Einkum þarf að passa þetta er sól er lægst á lofti, þá er nauðsynlegt að hlífa vel með gardínum.

  Þegar setið er eða legið í húsgögnum kemst líkaminn í beina snertingu við áklæðið. Svitablettir geta skilið eftir bletti í húsgögnum, og það er þekkt að t.d.lyf geta haft áhrif á efnainnihald svita. Verið meðvituð um þetta og leytist við að strjúka af og hreinsa þá bletti sem myndast til að húsgögnin haldi betur útliti sínu.

  Notið ætíð eimað vatn til blettahreinsunar og afþurrkunar, það kemur í veg fyrir að kalkblettir myndist í staðinn.

  Margir freistast til að neyta máltíða í setustofu fyrir framan sjónvarpið. Verið meðvituð um að fitublettir geta verið til lýta og vandræða bæði í taui og leðri svo betra er að vera varkár. Til dæmis getur fita af poppkorni sem lendir á leðri eða taui komið af stað niðurbroti. Veljið slitsterkt áklæði sem er litekta og þolið og verjið leður og tau eftir mætti.

  Leiðbeiningar um þrif og meðhöndlun