Leiðin til bættrar lýsingar

Lampi hefur ekki þann eina tilgang að veita góða birtu, hann þarf líka að vera fyrir augað. Hvernig velur maður best lýsingu sem bæði er til gagns og augnayndis? Þessi leiðarvísir veitir góð ráð til að auðvelda val á lýsingu sem hæfir hverjum íverustað fyrir sig.

Leiðbeiningar til bættrar lýsingar

Lampi hefur ekki þann eina tilgang að veita góða birtu, hann þarf líka að vera fyrir augað. Hvernig velur maður best lýsingu sem bæði er til gagns og augnayndis. Þessi leiðarvísir veitir góð ráð til að auðvelda val á lýsingu sem hæfir hverjum íverustað fyrir sig.

Ljós fyrir eldhús og borðstofu

Eldhús er gjarnan hjarta heimilisins. Þar eru útbúnar máltíðir heimilisfólks sem síðan er neytt í góðri samveru. Mörg af daglegum verkefnum heimilismeðlima eru leyst í eldhúsinu og lýsing skiptir því miklu máli.
Takið eftir hvar mikilvægustu vinnustöðvar eldhússins eru s.s. vaskur, eldavél og vinnubekkir og staðsetjið lýsinguna eftir því. Vinnuaðstaða á að vera þægileg með beinni lýsingu svo að vel sjáist til verka.
Við matarborðið ætti lýsingin að vera sveigjanleg og lýsa borðflötinn jafnt, óháð því hversu margir sitja til borðs. Þegar borðið er nýtt sem vinnuborð eða fyrir heimalærdóm er mikilvægt að lýsa upp allt borðið og forðast t.d. að hafa ljós í miðju borðsins sterkara en til endanna.
Einkum og sér í lagi er notalegt í skammdeginu að lýsa rýmið vel og jafnt upp svo ekki myndist ljóseyjur með myrkri á milli. Þess vegna er gott að blanda saman lýsingu með mismunandi ljósstefnu svo að lýsingin verði jöfn og góð um allt rýmið.

Lýsing í barnaherbergi

Lýsing í barnaherbergi ætti að taka mið af aldri barnsins, hæð þess og þörfum.
Barnaherbergi ætti að hafa góða og jafna lýsingu svo hægt sé að nýta herbergið til leiks og einnig umönnunar. Lampa er hægt að staðsetja í lítilli hæð og skapa þannig hlýlegan blæ.
Smábörn finna til öryggis þegar lítið ljós er látið loga í herberginu er þau sofa. Horfið á öll rými íbúðarinn úr augnhæð barnsins. Blinda ljósin í ganginum, yfir sófaborðinu eða við borðstofuborðið?
Þegar börnin stækka gætu veggljós nýst bæði sem lesljós en einnig til að lýsa upp leikrými á gólfi eða í leikkrók.
Skrifborðslampi með góðu beinu ljósi er ómissandi við lestur námsbóka eða sem lýsing við tölvu.
  

Lýsing í svefnherbergi

Í svefnherbergi er gott að koma fyrir jafndreifðri lýsingu, gjarnan með litblæ sem passar við spegil eða þann textíl sem í herberginu er. Veljið t.d. loftljós og lampa með tauskermum, sem dreifa ljósi í allt herbergið.
Við fataskápa er góð hugmynd að velja kastaraljós sem annaðhvort eru innbyggð í skápinn eða staðsett eftirá.
Lestu oft í rúminu á kvöldin? Gott lesljós með beinu ljósi er gulls ígildi. Lesljósið ætti að vera með góðum skermi og stillanlegt svo hægt sé að komast hjá því að trufla makann.

Lýsing í vinnuherbergi og skrifstofu

Það verður sífellt algengara að fólk sinni hluta vinnu sinnar að heiman. Þá er þörf á góðri lýsingu til að auka einbeitinguna.
Leitist við að ná góðri svæðislýsingu þar sem aðaláherslan er á skrifborðinu. Veljið til dæmis fallegan borðlampa sem bæði lýsir vel og setur svip á aðstöðuna.
Gott er að blanda lýsinguna í vinnuaðstöðunni með stillanlegum skrifborðslampa sem snúa má eftir því sem þurfa þykir og getur gefið bjartari lýsingu sem nýtist vel við lestur.
Hugsið um rýmið í heild þegar þú velur lampa stað. Er skrifborðið upplýst eyja í hafsjó myrkurs? Besta vinnuaðstaðan næst þegar allt herbergið er að fullu lýst.

Lýsing í forstofu og þvottahúsi

Þegar gengið er inn í íbúð er forstofan yfirleitt fyrsta rýmið sem komið er í. Þvottahús er oft staðsett nálægt forstofu. Þessi rými gegna ýmsum hlutverkum og lýsing ekki síður mikilvæg í þessum rýmum en öðrum í íbúðinni.
Veitið góða lýsingu með góðu loftljósi eða kösturum. Sérstaklega er mikilvægt að hafa gott vinnuljós í þvottahúsi.
Í forstofu er frekar hægt að blanda saman notalegri og blæbrigðameiri lýsingu. Ein hugmynd er að nota veggljós, þau taka ekki mikið pláss og geta verið smart.

Gæði

Við í ILVA gerum miklar kröfur til gæða þeirrar vöru sem við höfum á boðstólum. Öll ljós, skermar og lampar hafa gengið í gegn um ströng gæðapróf sem við krefjumst af birgjum okkar og framleiðendum sem þeir skipta við.