Húsgagnaáklæði

  Getur verið framleitt úr plastefnum, náttúrutrefjum eða gervitrefjum. Munið að hlífa gegn sólarljósi. Til hefðbundinnar notkunar ætti ljósþol áklæðis ekki að vera undir 4 (mælieining frá 2 til 8).

  Bómull

  Er slitþolið, þó geta áþrykkt munstur verið næmari fyrir sliti og sólarljósi. Gróf efni líkt og denim geta slitið bómull hraðar.

  Bómullaráklæði hentar ekki vel á húsgögn sem eru staðsett í sterku sólarljósi eða eru í mikilli notkun. Burstuð bómull er sérstaklega viðkvæm og ætti ekki að nota þar sem mikil notkun er. Verið varkár í hreinsun á húsgögnum með bómullaráklæði þar sem liturinn er viðkvæmur og getur breyst.

  Lausofið bómullarefni hentar ekki vel sem húsgagnaáklæði. Sé hægt að taka áklæði af húsgagni þarf að líta eftir þvottaleiðbeiningum, séu engin merki um þvottaleiðbeiningar þýðir það að ekki má þvo áklæðið á venjulegan hátt. Mjög fátítt er að húsgagnaáklæði þoli venjulegan þvott.

  Ull

  Ull er bæði blettaþolin og teygjanleg. Glóð sem næst að fjarlægja strax af áklæði skilur ekki eftir sig bletti. Ullaráklæði getur í upphafi notkunar myndað nokkra ló í yfirborði. Þetta hefur ekki áhrif á gæði vörunnar.

  Hör

  Hör er slitsterkur en þolir þó ekki að vera „brotinn“. Hör ætti ekki að nota utan um mjúkar sessur eða púða. Hör er viðkvæmur fyrir óhreinindum.

  Alfatex® og aðrar gervitrefjar

  Polýester, nælon, pólýprópýlen og samsvarandi efni eru mjög slitsterk og auðveld í umhirðu. Glóð getur þó skilið eftir lítil göt.

  Húsgagnaáklæði með uppúrklipptu yfirborði s.s. flauel getur sýnt mismunandi blæbrigði í lit eftir því hvernig ljósið skín á það. Hið sama getur gerst þegar yfirborð slíks áklæðis þrýstist niður. Þetta er ekki galli heldur eðli áklæðisins. Ullarvelúr réttir betur úr sér en flestar gerðir gervivelúrs. Litabreytingar eru algengar í þessum gerðum áklæðis og hafa ekki áhrif á slitstyrk þess.

  Míkrófíber er einnig gervitrefja efni. Það er yfirleitt endingargott og auðvelt í umhirðu. Míkrófíber getur heitið ýmsum nöfnum s.s. Alcantara eða Alfatex®, og á markaðnum finnast ódýrar eftirlíkingar. Töluvert getur séð á míkrófíber efnum komist í þau raka eða bleyta og þau þola ekki að efnið sé nuddað við blettahreinsun. Fylgið leiðbeiningum um meðhöndlun eða spyrjið starfsfólk ILVA.

  Athugið! Yfirleitt má ekki þvo húsgagnaáklæði á venjubundinn hátt. Umhirða felst í að ryksuga reglulega og blettahreinsa ef þörf krefur.

  Fjarlægið aldrei áklæði af sessum án þess að ráðfæra ykkur fyrst við starfsfólk ILVA. Að hægt sé að taka áklæði af þýðir ekki endilega að megi þvo það á venjubundinn hátt eða hreinsa það. Leitið eftir ísaumuðum þvottaleiðbeiningum, ef þær finnast ekki verður að ráðfæra sig fyrst við ILVA áður en þvegið er eða sett í hreinsun. Sumar fatahreinsanir sérhæfa sig í hreinsun húsagagnaáklæðis. Spyrjist fyrir um ábyrgð vegna krumpna.

  Ætíð skyldi fara varlega í blettahreinsun á húsgagnaáklæði. Fáið leiðbeiningar hjá ILVA.

  Í upphafi notkunar geta dökkir litir smitað á hvítan lit nuddist þeir saman. Þannig getur t.d. smitast litur úr glænýjum dökkum gallabuxum í hvítan sófa klæddan tauáklæði eða dökkt ullaráklæði smitað lit í hvítar buxur.