Bólstruð húsgögn

    Í botn bólstraðra húsgagna eru gjarnan notaðar stálfjaðrir, gúmmígjarðir eða plötur og bólstrað er með pólýúretan- eða kaldsvampi og trefjafyllingu. Í púðum getur verið svampur, kurl, trefjafylling, fjaðrir, dúnn eða blöndur af ofangreindu. Sé notaður pólýdúnn, sem er fyllingarblanda, t.d. í sessur má búast við að líftími þeirra sé eilítið styttri en annarra gerða púðafyllinga.

    Bólstruð húsgögn þurfa ekki mikla meðhöndlun en ætti þó etv. að ryksuga af og til.

    Allar fyllingar breytast við notkun í áranna rás. Þessvegna er gott að færa sessur og púða til eftir álagi og dreifa notkun eftir mætti. Með því móti næst meiri jöfnun á sliti. Þar sem mikið mæðir á, t.d. þungar manneskjur eða fjöldi fólks og stanslaus notkun þarf að gæta þess að velja stífari bólstrun sem réttir sig vel af eftir notkun. Leitið ráða hjá ILVA.

    Lausa púða ætti að banka létt til að fyllingin jafni sig betur. Það á sérstaklega við um vörur fylltar ekta dúni. Dúnsessur þarf að meðhöndla líkt og dúnkodda, hrista þá létt og kannski aðeins að banka. Púðar með sterkari fyllingu má banka meira. Því stærri og þyngri sem púðinn eða sessan er, þeim mun meira þarf að banka til að viðhalda forminu.

    Allir púðar og sessur hafa tilhneigingu til að breyta lögun eftir notkun. Oft eru mjúkir púðar sem krumpast og klessast hluti af heildarútliti húsgagnsins sem gefur til kynna þægindi. Eigi slíkir púðar að halda lagi sínu er dagleg yfirferð með léttu banki nauðsynleg. Spyrjið starfsfólk ILVA um réttu handtökin fyrir þitt húsgagn.