Stál og ál

    Þolir hér um bil öll hreinsiefni, en stöðugur raki getur leitt af sér ryð og upplitun.
     
    Járn og stál ætti að hreinsa með þurrum klút. Við vandlegri þrif mætti nota milt sápuvatn og vinda klútinn vel, mikilvægt er að fara yfir með þurrumklút strax á eftir.
     
    Ál má þrífa með klúti sem hefur verið lítilsháttar vættur með spritti.
     
    Sé yfirborðið lakkað, má ekki nota spritt né önnur leysiefni til þrifa.