MARMARI

    Marmari er nátturulegur steinn og finnst í mörgum mismunandi litaafbrigðum.

    Hver borðplata er sérstaklega skorin og þar sem steinninn hefur opið og gljúft yfirborð er borðplatan meðhöndluð með þéttiefni.

    Dagleg þif:
    Fyrir dagleg þrif er mælt með að nota rakan klút til að strjúka yfir borðplötu, þar á eftir er gott að nota þurran klút.
    Ekki nota hreinsiefni, nælonsvampa, efnahreinsi eða uppþvottalög.

    Ítarlegri þrif:
    Fyrir ítarlegri hreinsun er hægt að nota rakan klút með örlitlum mildum uppþvottalög blönduðum í vatn. Þar næst á eftir þarf að þurrka aftur borðplötuna með hreinum rökum klút án sápu, passa að þrífa upp alla sápuna. Að lokum þarf að þurrka aftur yfir með hreinum þurrum klút.

    Umhirða og viðhald:
    Mælt er með Guardian vörunum, þá sérstaklega Guardian G-Polish. Þessi meðferð á borðplötunni lengir gegnumbrotstíma vökva.

    Blettir:
    Forðist að bleyta borðplötuna (vatn, vín, gos, kaffi o.s.frv.) og passið að meðhöndla ekki súr matvæli (sítrusávextir, tómatsósa og fl.) við borðið. Þess vegna mælum við með að nota glasa-, diskamottur og filtpúða undir skrautmuni.

    Hitaskemmdir:
    Setjið aldrei heita potta eða pönnur beint á yfirborð steinsins þar sem það getur haft áhrif á steinefnið og valdið sprungum og flögnun. Verið einnig meðvituð um hitann sem bæði kertastjakar og kerti geta gefið frá sér þar sem ekki er hægt að fjarlægja eða gera við slíkar skemmdir.