Leður

    Ekta leður er hrein náttúruafurð og er því líkt og viðurinn; engin tvö stykki eru eins.

    Útlit og eiginleikar leðursins eru mismunandi eftir því hvaðan af dýrinu leðrið er tekið og hvaða meðhöndlun það hefur fengið. Það er hægt að skera burt misfellur eða ójöfnur úr leðrinu en það myndi hafa áhrif til hækkunar á verði húsgagnsins. Þá er hægt eða lita og lakka ójöfnur en það gerir leðrið svolítið stífara og meira plastkennt en aftur á móti þolnara. ILVA reynir eftir mætti að koma ójöfnum í leðuráklæði á bakhliðar húsgagna.

    Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir óskum sínum og sameiningu finnum við svo þann kost sem hæfir best þörfum og veski viðskiptavinarins.

    Ójöfnur í leðri (sem ekki er galli heldur eiginleiki af hálfu náttúrunnar) geta verið:

    För eftir greinar, þyrna eða gaddavír. Hafi sárið náð að gróa hefur þetta engin áhrif á eiginleika leðursins. Hrukkur eða húðfellingar geta verið mismunandi á milli dýra. Slíkar hrukkur geta komið í ljós í vinnslu leðursins og sýna svo ekki verður um villst að við höfum náttúruafurð í höndunum.

    Útbrot t.d. af völdum áburðar geta komið fram á leðurhúð. Sveppir og hringskyrfi finnast hjá mörgum dýrum. Þessi atriði sýna enn frekar fram á að við erum með ekta leður í höndunum sem aðskilur það frá óekta leðuráklæði.

    Leður getur verið af nautum eða buffulum. Buffala leður er grófara í uppbyggingu og hefur meiri fjölbreytni í útliti.

    Svínshúð er ekki hentug sem húsgagnaáklæði.

    Nokkrar aðferðir eru til við sútun á leðri. Krómsútun er mest notuð við sútun leðuráklæðis fyrir húsgögn. Einnig er til sútun án króms sem er nýleg aðferð og hefur í för með sér minni umhverfiáhrif. Slík sútunaraðferð er notuð hjá einstaka framleiðendum í Danmörku.

    Það er ómögulegt að gefa einhliða ráðleggingar um hvað sé best, taka þarf tillit til smekks og persónugerðar. Leður sem litað hefur verið með þykku litlagi og jafnvel með áþrykkt hárlíki hefur ekki lengur eiginleika leðurs og getur átt það til að springa. Í verðflokki þessa leðurs getur gervileður oft verið skynsamlegri kostur.

    Öll leðurhúsgögn ætti að verja gegn sterku sólarljósi og miklum hitabreytingum. Staðsetja ætti húsgögnin sem fjærst suðurgluggum, eldstæðum og ofnum. Leður er ekki eins litekta og tau og hið fallega anilín leður upplitast mest.

    Leður krefst yfirleitt ekki mikillar umhirðu en kemst þó ekki af án hennar. Leðurhúsgögn sem eru undir miklu álagi, óhreinindum og þurrki þarfnast meiri umhirðu en önnur.

    Fita brýtur niður leður á svipaðan máta og tau. Forðist að missa fiturík matvæli eða snakk niður á leðuráklæðið.

    Leður með yfirborðsvörn

    Litheldni er góð og það er auðvelt í umhirðu. Það endist vel við flestar kringumstæður.

    Leður með yfirborðsvörn ætti að hreinsa með rökum klút, gjarnan undnum upp úr hreinu vatni. Við gagngera hreinsum má nota sápuvatn sem blandað er úr ¼ dl sápuspæni og 1 ltr af vatni, gjarnan upphituðu vatni úr kalda krananum sem leyft er að kólna aftur fyrir notkun. Varist að nudda leðrið mjög fast. Hugsanlega þarf að pússa burt sápuleifar með þurrum klút eftir hreinsun.

    Einnig má nota sérstakt hreinsiefni ætlað fyrir leður með yfirborðsvörn sem einnig viðheldur mýkt leðursins. Fáið ráð hjá ILVA um hvað hentar þínum húsgögnum.

    Yfirleitt er ekki þörf á að olíubera leður. Olíur og feiti má einungis nota með ýtrustu varkárni og fylgja vel leiðbeiningum. Sé slit komið í yfirborð leðursins getur olía eða feiti skilið eftir sig ljóta bletti.

    Leður með lítilli yfirborðsvörn

    Semianílín – hefur næstum sömu eiginleika og leður með yfirborðsvörn en er þó örlítið sleipara og aðeins næmara fyrir upplitun. Fylgið leiðbeiningum um umhirðu og hreinsun hér að ofan.

    Leður án yfirborðsvarnar

    Ekta anilínleður er mjúkt, fallegt og lipurt. Litheldni þess er ekki mikil, yfirleitt um 4 eða minna og ætti þess vegna að hlífa því við sterku ljósi. Það dregur auðveldlega í sig vökva og fitu t.d. hárfitu og það getur dökknað með aldrinum. Það ætti að meðhöndlast líkt og yfirborðsvarið leður en það þolir alls ekki venjulega leðurfeiti eða olíur. Sumar gerðir þola ekki heldur sápuspæni – leitið ráða hjá ILVA.

    Það fást viðhaldsefni sem geta verið til bóta fyrir ákveðnar gerðir anilínleðurs – leitið ráða hjá ILVA

    Hrjúfur holdrosi

    Hrjúfur holdrosi er bakhlið húðarinnar án hárhams. Það ætti að meðhöndla líkt og anilínleður.
    Notið aldrei uppþvottalög, súlfa, uppleysiefni né önnur hreinisefni á leður.

    By-cast leður

    Það er selt undir ýmsum nöfnum s.s. Royal, Creta og Oleosa. By-cast er holdrosinn (bakhlíð húðarinnar) sem á hefur verið þrykktur gervi hárhamur og síðan verið yfirborðsmeðhöndlað með pólýúretan lagi. Að sitja í þessari gerð leðurs er svipað og að sitja á Skai (plast), þ.e. áklæðið andar ekki og það getur komið fram raki við setu á áklæðinu.

    Slitstyrkur og þol fyrir óhreinindum eru ágæt. Til að halda yfirborði lipru ætti að bera áburð ætlaðan by-cast leðri á áklæðið. Slíkt er ráðlagt 2-4 skipti yfir árið og helgast tíðnin af rakastigi, sólarljósi og hitastigi. Best er að nota þurran klút við dagleg þrif.

    By-cast er viðkvæmt fyrir hita og gæta þarf vel að missa ekki glóð á áklæðið. Ef skemmd kemur í yfirborðið sem næst niður á leðrið sjálft má laga það í einhverjum tilfellum. Spyrjið starfsfólk ILVA eftir efnum til slíks.