Tágar/ fléttur

    Tága- og fléttuhúsgögn eru yfirleitt máluð, bæsuð eða lökkuð.

    Þau ætti að hreinsa með vel uppundnum klút (úr steinefnasnauðu vatni) eða ryksuga. Annarrar meðhöndlunar þarfnast þau ekki en gæta þarf þess að ekki sé of þurrt í rýminu sem þau eru. Notið olíu ætlaða tágahúsgögnum eða þurrkið af húsgögnunum með vel uppundnum klúti, jafnvel mildu sápuvatni. Munið eftir bakhliðunum.

    Séu húsgögnin ekki í notkun einhvern hluta úr árinu þarf að geyma þau í þurri geymslu með góðri loftun.

    Meðhöndlun með olíu, sem sérstaklega er ætluð fyrir tágahúsgögn, ein og t.d. línolíu og terpentínu hindrar myndun myglu- og sveppagróðurs á meðan geymslu stendur. Þessháttar olíu má einnig nota til almenns viðhalds og getur gagnast við blettahreinsun eins og t.d. eftir skósvertu. Aldrei má nota sápuvatn og olíumeðferð samhliða.