Kvittun er skilyrði fyrir vöruskilum :
- 30 daga skila- /skiptiréttur er frá kaupdegi.
- Gegn framvísun kvittunar eða gjafamiða getur þú skipti í aðra vörur eða fengið inneignarnótu.
- Til þess að fá vöruna endurgreidda í formi inneignar þarf hún að vera ónotuð, óskemmd og í heilum umbúðum.
- Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilur ILVA sér sér rétt til að hafna vöruskilum.
Skilaréttur í vefverslun :
- Samkvæmt lögum hafa viðskiptavinir rétt til að skila vöru sem keypt er í vefverslun og fá að fullu endurgreidda ef henni er skilað innan 14 daga frá kaupum.
- Kostnaður við að skila vörunni, þ.e. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda. Kaupandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.
- Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum (kaupunum) þarf að tilkynna okkur það á ilva@ilva.is skýrt og skilmerkilega.
- Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga
- Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
Skiptiréttur á dýnum :
- Við bjóðum upp á 90 daga skiptirétt á dýnum,
- Ef dýnan hentar ekki getur þú skipt yfir í aðra dýnu.
- Dýnan þarf að vera í 100% ástandi, hrein og heil til þess að það sé hægt að skipta henni
- Kvittun þarf að fylgja.
- Ef skipt er í ódýrari dýnu, fæst mismunurinn endurgreiddur sem inneignarnóta
Sérpantanir :
- ILVA áskilur sér rétt til að óska eftir greiðslu 10% staðfestingargjalds vegna sérpantana.
- Staðfestingargjald er ekki endurgreitt ef hætt er við eftir pöntunardag.
Ekki er hægt að skila :
- Sérpöntunum
- Samsettum vörurm
- Sýningareintökum
- Vörum sem hafa verið teknar í sundur að ósk viðskiptavinar fyrir heimsendingu
- Vörur sem keyptar voru á lækkuðu verði, á t.d útsölum, rýmingarsölum, lagersölu eða Outlet markaðinum.
- Ekki er hægt að skila ljósaperum.
Vörur með gjafamiða :
- Endurgreitt er í formi inneignar á því verði sem var á vörunni samkvæmt dagsetningu á gjafamiða.