000000000
00TEST87279087279000
Mynd af Mynd af Mynd af Mynd af Mynd af Mynd af Mynd af
Mynd af
Mynd af
Mynd af
Mynd af
Mynd af
Mynd af
Mynd af

WONDERLAND WINDSOR Kontinental, rúm 180x200 miðlungs stífleiki beige

Air 81

Wonderland Windsor er pokagormadýna á viðarrúmbotni og hægt er að velja þrjá stífleika á hvorri dýnu fyrir sig: Miðlungsstíf, stíf og extra stíf

Stuðningur og þægindi
25 cm þykk pokagormadýna. Gormakerfið í dýnunni er skipt upp í 5 þægindasvæði, axlasvæði mjúkt , mjaðmasvæði stíft ,höfuð og fótasvæði miðlungsstíft. Sitthvorum megin við gormakerfið er svo Pulse latex lag sem veitir frábæra þrýstijöfnun og aukna öndun.

Dýnuver / dýnan
Allar dýnurnar frá Wonderland koma klæddar í dýnuver úr endurunnu 100% harmolan efni sem hægt er að að þvo við 60°c. Harmolyn er efni gert úr Polypropylene sem er gerviefni sem er mikið notað í íþróttafatnað, undirfatnað og húsgagna áklæði. Þetta er eitt léttasta áklæðisefnið og er auðvelt í þrifum, fljótt að þorna, hefur mikið slitþol og má þvo á 60°í þvottavél. Hægt er að velja um allt að 6 liti á rúminu.

Dýnuver / yfirdýnan
Allar yfirdýnurnar frá Wonderland eru með Svansvo ttun og koma klæddar í hágæða dýnuveri sem kallast annarsvegar Rapyd dry eða Textile 37.
Rapid dry áklæði losar sig einstaklega vel við allan raka og heldur þér hlýjum og þurrum meðan þú sefur.
Textile 37 áklæði aðlagast að líkamshitanum og heldur honum í fullkomnu jafnvægi meðan þú sefur.

Þægindalag
Hægt er að velja um þrjár yfirdýnur á Wonderland heilsurúmin. Hvor hlið fær sína eigin yfirdýnu nema valið sé Split, en þá tengjast þær saman frá miðju niður að fótenda. Grunnurinn í öllum yfirdýnunum er Pulse náttúrulegur latex, en Pulse latex hefur þann einstaka eiginleika að út af hönnuninni á latexinu þá hefur það mikið betra loftflæði og lengri endingatíma en annað latex á markaðinum. Pulse latex er eitt besta hráefni í yfirdýnunum í dag sem tryggir jafnt hitastig, frábæra öndun, góða rakalosun og virkilega góða þrýstijöfnun við líkaman. Ath með því að velja þykkari yfirdýnu verður mýktin meiri.

Classic Pulse°latex yfirdýna - 6 cm þykk áklæði Rapid dry
Premium Pulse° latex yfirdýna - 7 cm þykk, áklæði Rapid dry
Superior Pulse°latex yfirdýna - 8 cm þykk, áklæði Textile 37°

Rúmbotnar
Allir rúmbotnar eru með FSC vottun sem tryggir að fyrir hvert fellt tré er gróðursett annað í staðinn. Allir rúmbotnar eru með stillanlegum stífleika á mjaðmasvæði. Hægt er að velja um tvískipt áklæði eða heilt áklæði á tvíbreiða rúmbotna. Wonderland kemur á rúmbotni með fjaðrandi formspennntum rúmþjölum sem fylgir dýnunni eftir fullkomnlega.

Höfuðgafl
Hægt er að fá höfðagafla frá Wonderland í mörgum útfærslum og í sama áklæði og rúmið.

Fætur
Hægt er að velja um allt að 6 tegundir af fótum og velja nokkrar hæðir: 13, 19 eða 23 cm háar.

Afhendingartími
Wonderland heilsurúmin eru sérpöntuð fyrir hvern og einn frá Wonderland í Noregi. Afhendingartíminn er því 8 - 12 vikur frá pöntun.

Úrval
Wonderland heilsurúmin er hægt að fá í óteljandi útfærslum. Hægt er að velja um fjölda lita, fóta, höfðagafla og hægt er að fá rúmin framleidd í mörgum stærðum. Valmöguleikarnir hér fyrir ofan eru því alls ekki tæmandi, og hafir þú séróskir um hvernig þitt rúm og þar af leiðandi þinn svefn á að vera, þá skaltu endilega hafa samband við okkur á Ilva@ilva.is eða koma í heimsókn til okkar í verslanir okkar í Reykjavík og á Akureyri.

Ábyrgð 2 ára ábyrgð á yfirdýnu
5 ára ábyrgð á latex sem umlykur gormana og miðast við hámark 2 cm sig/dæld (ath. á ekki við um kanta)
25 ára ábyrgð á gormakerfi og viðargrind

Wonderland
Tryggir að þú getir endurnýjað dýnuna inní dýnucoverinu hjá þeim í allt að 15 ár frá kaupum. Svo þú getur notað sama rúmið áfram án þess að endurnýja allt rúmið í heild.

90 daga skiptiréttur
Þú hefur 90 daga til að komast að því hvo rt þú hafir valið réttan stífleika á dýnunni þinni og ef raunin er sú að hún henti þér ekki þá getum við sérpantað fyrir þig nýja dýnu í öðrum stífleika frá Wonderland og skipt um dýnuna hjá þér. En ath það tekur um 8-12 vikur á fá dýnuna til okkar.

Heimsending og uppsetning
Öllum rúmum frá Wonderland fylgir frí heimsending og uppsetning af fagmönnum frá Ilva. Við klárum málið alla leið!

872.790,-

WONDERLAND WINDSOR Kontinental, rúm 180x200 miðlungs stífleiki beige

Upplýsingar

 • Vörunúmer

  V002335 / 2354355-0481

 • AÐRARUPPLÝSINGAR

  Höfuðgafl seldur sér

 • ÁKLÆÐI

  Air 81 beige

 • LITUR

  Beige

 • STÍFLEIKI

  Meðalstíf

 • VOTTUN

  Okeo-tex, Certipur, Svansvottun, Eco-lighthouse og FSC

 • (XL) Sótt eða sent - fast sendingargjald

  Sjá nánar