Veisluborðið


PRENTAÐU ÞÍN BORÐKORT - OG BJÓDDU Í VEISLU


Veislur á vorin er eitt af því fallegasta - það er ekkert jafn dásamlegt eins og að bjóða gestum heim, í fallegt uppdekkað borð. Ef það er veisla í vændum brúðkaup, ferming, afmæli eða einfaldlega bara vorfögnuður, þá eigum við borðkort, sem setja svo sannarlega skemmtilegan svip á uppdekkaða borðið þitt.

Hönnun borðkortanna er í takt við tíðarandann; einfalt og náttúrulegt. Fáðu innblástur af nokkrum uppdekkuðum borðum sem við höfum gert. Þú getur blandað saman ólíkum borðkortum, eða valið þitt uppáhalds og dekkað stílhreint borð.