Mottur


Mikill meirihluti ILVA motta eru framleiddar úr náttúruefnum s.s. ull, bómull eða öðrum náttúrutrefjum.

Þvo má bómullarmottur í þvottavél við 40°C. Gæta þarf þess að þær geta látið lit svo það borgar sig að þvo litaðar mottur sér.

Fagfólk ætti að fá til að hreinsa ullarmottur til að þær haldi sér sem best. Ekki er ráðlegt að hreinsa ullarmottur með hreinsivélum. Blettahreinsun er hægt að framkvæma með þar til gerðum blettahreinsiefnum sem fást í ILVA.

Því minna af kemískum efnum sem notuð eru á motturnar því betur halda þær sér. Oft má hreinsa burt bletti með vatni og kartöflumjöli. Í vafatilfellum ætti að hafa samband við teppadeild ILVA.

Mælt er með að nota stamt undirlag undir allar mottur.