GREIÐSLULEIÐIR

SAMANBURÐUR Á LÁNUM

Ef þú ert að íhuga að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú skoðað samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi ILVA biður upp á.

Í verslun ILVA bjóðum við upp á fjölda greiðsluleiða til að skipta greiðslum.


DEBETKORT/MILLIFÆRSLA

Debetkort/millifærsla er einföld leið til að ganga hratt og örugglega frá kaupum á vöru eða þjónustu hvort sem verslað er yfir búðarborðið eða á netinu. Kaupferlið er einfalt. Þú sem viðskiptavinur þarft einungis að gefa upp kennitölu, kortanúmer, símanúmer og netfang og á nokkrum sekúndum færðu heimild ef allt er eins og það á að vera. Þessi greiðslufrestur er vaxtalaus og eini kostnaðurinn er greiðslu og tilkynningargjald. Tilkynningar- og greiðslugjald 195 kr. 


NETGÍRÓ REIKNINGUR

Reikningur er sendur með greiðsluseðil í heimabanka. Viðskiptavinur greiðir innan 14 daga og engir vextir.
Tilkynningar- og greiðslugjald 195 kr.

Nauðsynlegt er að vera með aðgang hjá Netgíró - Sjá heimasíðu Netgíró - www.netgiro.is/


NETGÍRÓ RAÐGREIÐSLUR

Viðskiptavinur getur skipt greiðslu í allt að 24 mánuði.
Tilkynningar- og greiðslugjald: 195 - 295 kr.
Lántökugjald: 3,95%
Ársvextir: 12,90%
Færslugjald: 405 kr. (fyrir hvern mánuð)

Nauðsynlegt er að vera með aðgang hjá Netgíró - Sjá heimasíðu Netgíró - www.netgiro.is/


VAXTALAUSAR RAÐGREIÐSLUR Á KREDITKORT

Raðgreiðslur án vaxta til allt að 12 mánaða. Greiðslur eru færðar sjálfkrafa á kreditkort.
Kreditkort frá VISA og MasterCard
Lántökugjald: 3,5%
Greiðslugjald: 405 kr. (fyrir hvern mánuð)

Lánareiknir Valitor hér. www.valitor.is

RAÐGREIÐSLUR Á KREDITKORT

Raðgreiðslur með vöxtum til allt að 36 mánaða. Greiðslur eru færðar sjálfkrafa á kreditkort.
Kreditkort frá VISA og MasterCard.
Lántökugjald: 3,5%
Greiðslugjald: 405 kr. (fyrir hvern mánuð)
Ársvextir: 12,95%

Lánareiknir Valitor hér. www.valitor.is