Together


TOGETHER 

“Together“ - er ný borðstofulína frá hönnunarteyminu 365°North. Að þeirra mati er góð hönnun hagnýt, falleg og gefur fólki kost á að sníða vöruna að sínu höfði.
Together borðstofuborðin bjóða uppá margar útfærslur. Borðplötuna er hægt að fá með linoleum eða laminat áferð og tvenns konar fætur eru í boði; Air og Gate.
 
Smelltu og skoðaðu kaupleiðbeiningar.


GATE


GATE, fæturnir eru heilsteyptir og gefa borðinu fallega ásýnd. Ramminn sem fæturnir mynda er nánast við borðplötubrúnina svo pláss við borðið nýtist eins vel og hægt er. Með þessu gefst meira pláss fyrir stóla.


AIR 


AIR, fæturnir kalla fram svífandi léttleika með rúnuðu og nettu útliti sínu. Með þessum léttu fótum gefur það borðinu einstakt yfirbragð og undirstrikar andstæður, þar sem borðið virðist svífa. Með aðeins íburðarmeiri stólum skapast skemmtilegar andstæður.


Laminat 


Laminat samanstendur af lagskiptum plastefnum og pappír, sem undir miklum þrýstingi og hita er þjappað saman þannig að það myndar harða einsleita plötu.

Litnum eða áferðinni er blandað með melamín plastinu sem gefur okkur munstraða áferð eða lit. Með þessari aðferð verður borðplatan sterk og endingargóð.

Laminat plötur eru slitsterkar og endingargóðar og þarfnast ekki sérstaks viðhalds. Yfirleitt er nóg að halda yfirborðinu hreinu.

Við mælum með guardian hreinsi fyrir laminat borðplötur.


Linoleum 


Linoleum er úr kaldpressaðri hörfræolíu blandað með litarefnum. Varan er náttúruleg og hefur mjúkt yfirborð. Þó það komi rispa í yfirborðið ætti hún að hverfa af sjálfum sér með tímanum.

Linoleum er að mestu ónæmt fyrir óhreinindum og er auðvelt að þrífa með mildu hreinsiefni. Linoleum er ekki hitaþolið efni svo það þarf að nota hitaplatta á borðið.

Linoleum er sett yfir brúnir svo það ættu ekki að koma fram sprungur á brúnum eða litabreytingar. Linoleum verður bara flottara með tímanum eins og leður. Við mælum með guardian linoleumsápu.

Engar vörur fundust!