Room for friends

Room For Friends

Í samstarfi við danska húsgagnaframleiðandann PBJ Húsgögn kynnum við hugtakið Room for friends. Út frá þeirri lífsýn að mitt heimili er líka þitt heimili, sameinar Room for friends meginreglur um gildi gestrisni, útbreiddan faðm og opið hjarta - með pláss fyrir alla við borðstofuborðið.

Upphafsmennirnir eru reynslumiklir, arkitekt og smiður sem til margra ára hafa hannað og smíðað húsgögn eftir dönskum hefðum, þar sem hönnuðurinn í nánu samstarfi við listasmiðinn sem veit allt um efnivið, tækni og tækifæri. Útkoman er húsgögn með hugmynd og sjálfstæði, form og virkni, meðhöndlað yfirborð og fágun, kraftmikil og fíngerð. Nákvæmlega þannig eru borðin, skenkarnir og stólarnir.

Serían samanstendur af: Edge - Unfold- Share
  
 


EDGE borð og skenkur


Hið glæsilega borðstofuborð Edge er hannað með uppruna í danskt handverk í huga. Borðstofuborðið er með dýrindis smáatriðum. Kantlistar eru úr gegnheilu tré sem trésmiðurinn hefur eytt miklum tíma í að gera mjúka og dásamlega viðkomu. Edge borðfæturmir eru fallega útskornir í fláa efst við borðplötuna.

Edge borðstofuborðið er stækkanlegt og verður mjög langt. Það er hægt að geyma 4 aukaplötur og 4 stuðningsfætur í borðinu. Það þýðir að borðið sem er venjulega 220 cm á lengd verður allt að 416 cm á lengd með 4 stækkunarplötum.

Edge borðstofuborðið er hægt að fá í eik, hnotu, linoleum ásamt 11 mismunandi laminat áferðum.

 

Einkenni Edge borðstofuborðsins eru yfirfærð á Edge skenkinn sem þýðir að hér gælum við líka við smáatriðin. Skúffuhandföngin eru unnin úr gegnheilu tré, í hvert skipti sem þú opnar skúffu eða hurð blasir dönsk handiðn við. Fæturnir sem serían dregur nafn sitt af, gefur skenknum létt og stílhreint yfirbragð. Edge skenkurinn fæst í nokkrum litum og efnivið.


CURVE borð og skenkur


Mikið hefur verið lagt í gæði og ítarleg smáatriði í CURVE borðstofuborðið, sem dæmi má nefna gegnheilan tréramma undir borðplötunni. Curve borðstofuborðið er með innbyggðum framlengingum. Það hefur einstaka uppbyggingu þar sem borðið má auðveldlega stækka og bæta við aukadisk við báða enda.

 

Curve skenkurinn er í sama gæðaflokki og borðstofuborðið. Gegnheill og handverkið heilsteypt. Það leynir sér ekki að hugað er að hverju smáatriði, skápurinn skartar rúnuðum brúnum og keilulaga fótum.


UNFOLD borð og SHARE stólar


Það sem einkennir Unfold borðstofuborðið er hversu auðvelt er að stækka það. Aukaplöturnar eru geymdar ofan í borðinu og opnast með einskonar fiðrildadragloka en borðfæturnir hreyfast ekki. Stækkunarplöturnar eru í miðju borðsins og skapa pláss fyrir 4 til vibótar við borðið.

SHARE stólinn hannaður af PBJ Furniture passar við öll 3 borðstofuborðin. Njóttu matarins í þægilegum stól og danskri hönnun. Stólana er hægt að fá með 3 mismunandi stólgrindum, þannig getur þú valið hvaða stólgrind þér þykir passa Edge seríunni, Curve seríunni eða bara þriðju stólgrindina Sledge sem er í laginu eins og rammi á sleða.

Laminat


Háþrýstilaminat er byggt á trjákvoðu og gegndreyptum pappír sem undir miklum þrýstingi og hita pressar lögin saman þannig að úr verður sterk og endingargóð plata. Litað eða mynstrað yfirborðið er gegndreypt með melamin sem gerir plötuna mjög endingargóða.

Háþrýstilaminat er sérstaklega sterkt og krefst ekki sérstaks viðhalds. Hreinsun með laminathreinsi er yfirleitt nóg til að viðhalda yfirborðinu hreinu.

Við mælum með Guardian laminathreinsi.

Linoleum


Linoleum er náttúrlegt efni sem samanstendur aðallega af hörfræolíu og trjákvoðu.

Það er auðvelt í þrifum og má nota milda sápu. Það hrindir frá sér rykögnum. Linoleum er ekki hitaþolið og því þarf að nota hitaplatta fyrir heit ílát. Linoleumdúkurinn nær yfir brúnir borðplötunnar til að koma í veg fyrir sprungur eða litabreytingar. Linoleum verður bara flottara með aldrinum eins og fallegt leður.

Við mælum með Guardian linoleumsápu.

Eik og hnota


Eikin er fallega gullinbrún á lit með áberandi æðum. PBJ Furniture nota fyrst og fremst evrópska eik sem er ljósari með grönnum æðum frá gróðulendum þar sem tré eru valin sérstaklega. Eikin er olíuborin sem gerir það að verkum að hún upplitast síður.

Hreinsið með mjúkum klút og strjúkið klútnum langsum yfir borðið eins og æðarnar liggja.

Hlýleiki er það sem einkennir hnotuna PBJ Furniture handvelja hvert tré svo litir og æðar passi saman. Yfirborðið er olíuborið til að vernda litinn eins og mögulegt er gegn útfjólbláum geislum.

Notið mjúkan og rakan klút. Yfirborð má meðhöndla með viðaraburði.
Engir flokkar voru valdir til að birta vörur úr. Engin verslun var skilgreind heldur og ekki tókst að sækja sjálfgefna verslun fyrir þetta vefsvæði.

Room for friends